27.12.09
Mesta og áhrifaríkasta kven- og barnaverndartilskipunin
Mesta og áhrifaríkasta kven- og barnaverndartilskipun sem gerð hefur verið var þegar Jesús Kristur bannaði hjónaskilnaði.
22.12.09
Um meyfæðingu
Mikill atgangur er á Moggablogginu um þessar mundir og sumir þar virðast ekki leggja trú á kristna kenningu um meyfæðingu. Í rauninni er ekki svo erfitt að trúa þessu. Ef Guð er til og getur skapað heim, því skyldi hann ekki geta ákveðið að koma inn í hann á þann hátt sem hann kýs sjálfur?
Um kristni og vísindi
Sumir hafa tjáð sig um kristna trú og vísindi og telja þetta andstæður. Raunvísindi nútímans hafa þvert á móti fest kristna heimssýn í sessi ef eitthvað er. Þau telja að heimurinn eigi upphaf sitt á ákveðnum tímapunkti og þau segja fyrir um endalok jarðarinnar. Þetta er í samræmi við kristna heimssýn.
Skipst á skoðunum um áhrif boðunar
Á vefslóðinni http://olijon.blog.is/blog/olijon/entry/977836/ skiptist ég á skoðunum við þá sem telja kaþólsku kirkjuna ekki vera til góðs. Þar var fullyrt að fylgni væri milli boðunar kirkjunnar og dauðsfalla af völdum HIV. Ég innti síðuskrifara eftir heimildum fyrir fullyrðingum sínum eins og sjá má á vefslóðinni.
Ritskoðaður hjá Vantrú
Nýlega lagði ég inn athugasemd á vefsetrinu Vantru.is. Þar birtist grein sem ber heitið „Svar til séra Þórhalls“ og er eftir Ásgeir Berg Matthíasson.
Athugsemd mín var efnisleg spurning um heimild vegna fullyrðingar sem ég sá í greininni. Þar stendur:
Athugsemd mín var efnisleg spurning um heimild vegna fullyrðingar sem ég sá í greininni. Þar stendur:
Eftir því sem samfélög eru trúlausari eru meiri líkur á þar sé mikil velmegun og lítið um félagsleg vandamál.Ég lagði inn fyrirspurn og innti greinarhöfund eftir heimild fyrir þessari fullyrðingu. Athugasemd mín var færð á spjallborð. Ég lagði athugasemdina aftur inn og mótmælti ritskoðuninni. Þeirri athugasemd var eytt. Nú hef ég ekki hugmynd hver ástæða þess er að spurning mín fær ekki að birtast, ég tel hana bæði efnislega og málefnalega.
Subscribe to:
Posts (Atom)